Heilsueflingarmiðstöðin býður upp á sérhæfða heimahjúkrun og alhliða stuðningsviðtöl á stofu fyrir fjölskyldur barna með langvinn andleg eða líkamleg veikindi. Einnig er boðið upp á ráðgjöf og fræðslu og námskeið er varða umönnun barna.
Til að sækja um heimahjúkrun fyrir langveik börn og önnur börn sem þurfa á sérhæfðri barnahjúkrun að halda þarf læknir eða hjúkrunarfræðingur að fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan og hafa samband við skrifstofuna í síma 853-8305 eða 894-8488.
Umsókn fyrir fagaðila til að sækja um heimahjúkrun
Beiðni um sérhæfða heimahjúkrun
Beiðnina þarf síðan að senda okkur í pósti merkta: „Heimahjúkrun barna á vegum HEM, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík“