Langvinn veikindi barns er breyting á heilbrigðisástandi barns sem stendur yfir í langan tíma, jafnvel alla ævi barnsins.

Langveikt barn lifir við veikindi sín, það getur verið frískt um lengri tíma en síðan verið veikt inni á milli. Langvinn veikindi setja mark sitt á allt líf fjölskyldu barnsins og foreldrarnir þurfa oft á tíðum  að takast á við flókin hlutverk í umönnun barnsins. Langvinn veikindi barna þarfnast stundum sérstakar meðhöndlunar, lyfjagjafa, öndunarstuðnings, sérstakra aðferða við næringargjafir, o.s.frv. Mjög misjafnt er hvað veikindin fela í sér hjá hverju barni fyrir sig. Hjá einstaka barni kalla veikindin á tíðar innlagnir á sjúkrahús, enn nú í dag eru flest langveik börn heima hjá sér í umsjá fjölskyldu sinnar.

Bára Sigurjónsdóttir

sérfræðingur í hjúkrun langveikra barna

Ýmsar aðrar skilgreiningar eru til um hvað það felur í sér að vera langveikt barn, til dæmis:

öll börn sem hafa eitt eða fleiri af eftirfarandi líkamlegum einkennum: Einkenni sem eru varanleg, veikindi sem ekki ganga til baka, börn sem þurfa sérstaka umönnun, eftirlit, meðferð. Önnur flokkun er hvort þessi einkenni ógni lífi eða ekki, eða hvort þau eru sjáanleg og eða ekki.