Læknar, hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar geta sótt um heimahjúkrun með því að fylla út viðeigandi eyðublað og senda eintakið á skrifstofu heimahjúkrunar barna á vegum HEM, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Mjög gott er að hafa samband símleiðis og láta vita af beiðninni til að flýta fyrir afgreiðslu í síma 561 6565 eða 853-8305/894-8488. Umsókn um heimahjúkrun þarf að fylgja lækna-og hjúkrunarbréf og lyfseðill ef það á við.
Heimahjúkrun er greidd af Sjúkratryggingum Íslands.
Skrifstofa heimahjúkrunar er opin daglega mán-fimmtudaga milli kl. 10-14.00.