Hjá HEM starfar heilbrigðismenntað starfsfólk með sérmenntun á þessu sviði og langa reynslu úr heilbrigðis- og félagskerfinu. Unnið er í þverfaglegu samstarfi við fagfólk á Barnaspítala Hringsins og við félags- og heilbrigðisþjónustuna um land allt, sem stuðlar að samhæfingu og samfellu í þjónustu.