Hvað gerum við?
Þjónusta okkar felur í sér stuðning, umönnun, hjúkrunarmeðferð, fræðslu, eftirlit með sjúkdómsástandi, leiðbeiningar um umönnun barnsins og hjálpartæki. Við vísum foreldrum veginn um kerfið með því að veita upplýsingar um viðeigandi úrræði og réttindi og aðstoðum við að sækja þau. Við leggjum áherslu á andlegan stuðning við foreldra, systkini veika barnsins  og barnið sjálft og erum með stuðningshópa og heilsueflingarstarf.

Hægt er að hringja eða panta tíma til að fá alhliða ráðgjöf um allt sem snýr að málefnum veika barnsins og fjölskyldunnar allrar. Fá leiðsögn um kerfin og upplýsingar og réttindi um þá þjónustu sem er í boði víðs vegar.

Við leggjum áherslu á andlegan stuðning við foreldra, systkini veika barnsins  og barnið sjálft og erum með stuðningshópa og heilsueflingarstarf.

Vinsamlega hafðu samband í síma 561-6565 til að panta viðtal.