Leiðbeiningar til foreldra

 

Hægðatregða er nokkuð algengt vandamál hjá leikskólabörnum.

Hér eru nokkur mikilvæg atriði til að halda ristlinum í góðu formi og fyrirbyggja þetta vandamál.

  • Ristilinn fer á fulla ferð 2-3 á dag. Þá þarf að hlusta á hann og fara á klósettið eða koppinn á hverjum degi.
  • Það eru nokkrir þættir sem líkaminn gerir annað hvort sjálfur eða með aðstoð frá okkur í gegnum mat. Sem virkja hreyfingarnar.
  • Hann vaknar oftast nær 30 mín á undan okkur. Þannig að hann er því alltaf vel virkur fyrst á morgnana.
  • 12-20 mín eftir heita máltíð eða heitan drykk.  

 

Þegar þetta tvennt er lagt saman þá endilega að athuga hvort að barnið finni fyrir  þörfinni á morgnana..

  • Við það að borða sendir heilinn skilaboð niður í ristill um að búa til pláss fyrir nýja matinn. Þá fara hreyfingarnar á fulla ferð.
  • Mundu að til að ristilinn sé í góðu standi má ekki vera mikið stress. Ef þú telur að barnið skili hægðum á morgnana þarf andrúmsloftið að vera afslappað.  Ef mikið stress og allir að flyta sér þá fer ristilinn í pásu.
  • Mundu líka að ef barnið tekur hægðalyf um munn, virkar það eftir 6-8 tíma.  Þá skaltu gefa barninu 6-8 tímum á undan losunartíma.
  • Hvernig barnið situr á klósetinu skiptir máli. Gott að hafa skemil undir fótum einnig er betra að hafa beygjuna 35-40 gráður.  Má líka halla sér fram til að ná þeirri stöðu.

 

Hafa hægðir á hverjum degi  

Magnið þarf að vera eins og 15cm mjúk pylsa. Eða ca ½ – 1 bolli

Þá má ekki líða meira en 2 dagar á milli.  

Mjög mikilvægt að þegar hægðarþörfin kemur að kenna barninu að hlusta á hana og fara strax á klósettið.  

Alls ekki fresta því að fara á klósettið. Þó að barnið sé ekki heima.

Alveg bannað að bíða og fresta.   Mikilvægt er fyrir foreldra að fylgjast með daglega.

 

Hvenær er besti tíminn

Margir hafa ákveðna hægðavenju.  Kúka t.d alltaf á morgnana eða seinni partinn eftir leikskóla.

Fylgstu með hvenær hægðaþörfin hjá barninu er sterkust. Gott fyrir barnið að viðhalda sinni rútínu.  

 

Halda hægðunum mjúkum

Maturinn skiptir miklu máli til að halda hægðunum mjúkum.  Barnið vill ekki að kúkurinn sé harður þá er vont að kúka. Ef þið passið vel upp á það sem barnið borðar þá eru miklar líkur á því að því gangi vel. Ef barnið boðar góðan morgunmat sem heldur hægðunum mjúkum eru allar líkur á því að það skili vel eftir leikskólann.  Munið að vera dugleg að gefa barninu að drekka.

 

En hvað á að gefa barninu sem gerir kúkinn mjúkan

Allir sætir ávextir eru mjög góðir. Sykurefnin í þeim virka eins og Sorbitól. Draga auka vökva inn í ristilinn og gera hægðirnar mýkri.  Gott að setja ávexti út í ab mjólk. Sumum krökkum líkar alls ekki við áferðina af þessum sætu ávöxtum. Þá má setja Gerber ávaxtamauk út í ab mjólkina, sem gerir sama gagn.  Fljótlegt að búa til og enginn viðbættur sykur. Blandast þá 50/50.

Í Uppáhaldi af þessum sætu ávöxtum eru: Kiwi, vínber, perur sem flestum börnum finnst gott. Svo líka mangó, ananas, jarðarber, appelsínur. Allir svona trefjaríkir sætir ávextir.  Einnig gott að nota þessa ávexti sem millibita.

 

Þurrkaðir sætir ávextir eru líka góðir t.d.  sveskjur. Búið að marg rannaka þessa afurð og í þeim eru náttúruleg laxerandi efni.  Einnig mjög hollar og sætar. Þessar steinlausu í bleiku pokunum. Þarf ekki meira en 2-3 á dag. Krakkar eru ekki lengi að venjast þessu. Líka gott að setja sveskjur út í ab mjólk. Trefjarnar í sveskjunum og náttúrulegi sykurinn vinna vel saman.  Aðrir þurrkaðir ávextir líka góðir eins og apríkósur, döðlur og fíkjur.

 

Hugmynd að morgunmat

Hafragrautur eða eitthvað heitt er henntar mjög vel þegar tími barnsins er á morgnana.

Weedos er líka gott og annað gróft morgunkorn eins og t.d. Míní Weetabix.

AB mjólk með sætum ávöxtum.

 

Mjög mikilvægt fyrir þennan aldurshóp að ef þið aukið við trefjarnar þarf barnið að drekka vel.  Barnið þarf að drekka aukalega 150-250 ml á hverjum degi.

 

Heildar vökvaþörf. Grautar og allt í vökvaformi talið með:

13 kílóa barn þarf að drekka ca 1150ml á dag. (með aukningunni samtals 1300)

15 kílóa barn þarf að drekka ca 1250ml á dag. (með aukningunni samtals 1500)

Þegar við erum með barn sem er komið yfir 15 kg. Gildir ekki þessi þumalputtaregla.

20 kg krakki þarf 1500ml á sólarhring + 250            

30 kg krakki þarf 1700ml á sólarhring + 250

Prufið að nota skemmtilega brúsa.

 

Það sem þarf að minnka verulega

Skyr, Mjólkurvörur. Oft er talað um að mikið Kalk sé slæmt en barnið þarf að fá kalk og þá er betra að fá það úr dökku grænmeti og fræjum.  Bananar, soðnar gulrætur, kókómjólk eða kakómalt. Kex, sætabrauð og franskbrauð. Stundum er talað um að epli og eplamauk séu stemmandi.

 

Þau börn sem harðneita að setjast á klósettið vilja bara fara afsíðis fá bleiu og skila sínu þar 

Þegar fjögurra til fimm ára börn vilja alls ekki kúka í klósettið, fara frekar afsíðis er þetta stór partur af vandamálinu. Barn sem er komið á þennan aldur nær ekki að skila öllu sínu magni í bleiuna. Er bara ekki nægilegt pláss þar fyrir allar hægðirnar í bleiunni.

Ósjálfrátt passa þau að það komi ekki of mikið og því verður alltaf eitthvað eftir í ristlinum sem hleðst upp og viðheldur hægðatregðunni.

Mikilvægt er að hjálpa barninu að skilja það að þegar þau eru orðin 4-6 ára.

Þá þurfa þau að borða meira af því að þau eru orðin stór og eru en þá að stækka og þess vegna verður kúkurinn aðeins meiri og þá ekki lengur pláss fyrir kúkinn í beiunni.  Þess vegna verður kúkurinn núna að fara í klósettið. Alveg eins og hjá mömmu og pabba.

Þegar þau læra að tengja losunarviðbragðið við klósetið, ná þau að slaka betur á og losa því mun betur.

Veljið tíma til að hætta með bleiuna og verið búin að útvega ykkur klósettsetu ef barnið er óöruggt á klósettinu.

Gott er að taka þrjá til fjóra daga í þetta.

Þegar þið eruð búin að segja barninu að nú þarf litli frændi eða frænka að nota bleiurnar í búðinni og þá verður mamma hans og pabbi að fá allar bleiurnar þá sýnið þið hve margar eru eftir heima. Leyfið barninu að fylgjast vel með þegar minnkar í bunkanum heima. Og þar til síðasta bleian er tekin og þá er gott að barnið sé búið að velja þær nærbuxur sem taka við. Þið og barnið jafnvel búin að kaupa flottar myndanærbuxur og raða þeim þar sem bleiurnar voru.

Á degi fjögur eru allar bleiurnar farnar úr húsinu og barnið neyðist til að nota klósettið.. Ekki annað í boði.. En til að þetta verði aðeins minna áfall þarf að nota þessa fjóra daga til að minnka bleiu skammtinn í húsinu.

 

Þurfa að læra að einbeita sér á klósettinu.

Þegar barnið ykkar sættir sig við að sitja á klósettinu er mikilvægt að það læri að einbeita sér að því sem þarf að gera þar. Því er mikilvægt að barnið fái ekki að vera með síma eða spjaldtölvu í fanginu á meðan það er að kúka. Sama á við um að það getur verið truflandi þegar er verið að lesa fyrir barnið. Best er þvi að venja barnið á smátt og smátt að vera eitt á klósettinu. Allt í besta að vera til staðar en muna bara að leyfa barninu að einbeita sér að því sem það þarf að gera og grípa ekki inní nema ástæða sé til.  

Hvernig fáum við barnið til að rembast

Góð aðferð til að kenna barninu að rembast á klósettinu er að fá blöðru og blása í hana. Líkir það mest eftir þeim krafti sem þau verða að tileinka sér.

Það að ná að halda ristlinum nánast tómum á hverjum degi nær barnið að fyrirbyggja það að hægðtregðan komi aftur matarlyst og almenn líðan barnsins verður mun betri og barnið fer að fagna hverri losun.

Munið bara að hægðirnar er ekkert tabú eða feimnismál.

 

Gangi ykkur vel.

Björk Gísladóttir, Hjúkrunarfræðingur, Heimahjúkrun barna.