Heimahjúkrun barna er hjúkrunarþjónusta sem veitt er á heimili barnsins og fjölskyldu þess, þegar þörf er á aðstoð hjúkrunarfræðings við umönnun og eftirlit með veiku barni. Heimahjúkrun hefst oftast þegar dvöl á sjúkrahúsi lýkur og stendur yfir eins lengi og þörf þykir í hverju tilviki fyrir sig.

Þjónustan felur í sér eftirlit og mat á sjúkdómsástandi barnsins þar sem fylgst er með breytingum á einkennum á undirliggjandi sjúkdómi hjá barninu og almennri líðan þess og þroska. Foreldrum er veittur stuðningur og ráðgjöf og þau fá fræðslu og leiðbeiningar í sérhæfðri umönnun barnsins.

Markmið þjónustunnar er að skapa fjölskyldum veikra barna bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða og gera barninu kelift að alast upp í faðmi fjölskyldunnar við eins eðlilega aðstæður og kostur er.

Hjúkrun barns með geðheilsu eða tilfinningaraskanir  fer fram á heimili þeirra og á skrifstofu heimahjúkrunar barna og felur í sér samtalsmeðferð við forelda og barnið eftir því sem við á.

Þjónustan byggir á þekkingu þjónustuaðila á geðhjúkrun og fjölskyldumeðferð sem og langri reynslu og yfirgripsmiklri þekkingu á kerfinu. Markmið með þessari þjónustu er að leiðbeina, styðja og styrkja foreldra við umönnun barna sinna, að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús og aðstoð foreldra í samskiptum við þær stofnanir sem veita barninu þjónustu.