Þessi meðferð er að hjálpa börnum sem missa hægðir í brók.

Kallað Encopresis eða framhjáhlaup.

Þessi börn eru 4 ára og eldri. Þetta vandamál hefur varað í yfir þrjá mánuði eða lengur.

Á þessu stigi eru börnin komin með óstarfhæfan ristil sem orsakast af hægðastíflu. Aðal ástæðan fyrir þessari hægðastíflu er að þau halda í sér. Sinna ekki kallinu, hægðirnar þorna upp í ristlinum.   Þessi hægðamassi hleðst upp og þrýstist ofar í ristilinn sem hindrar eðlilega hægðalosun.  Með tímanum hlaðast upp hægðir og ristilinn stækkar umtalsvert og verður á endanum illa starfhæfur.  Hinn eðlilegi samdrátur í ristlinum minnkar og erfiðara og erfiðara er fyrir hægðirnar að komast út. Linar hægðir leka framhjá þessum hægðamassa.

Kallast framhjáhlaup eða stundum kallað klíníngur.

Þetta ástand á sér langan aðdraganda sem byrjar oft með sársauka við að hafa hægðir og í kjölfarið fara þau að forðast það að hafa hægðir.

Hvað gerum við fyrst?

Við byrjum á kröftugri úthreinsun sem getur tekið allt frá fimm dögum upp í tíu. Komum heim x 2 á dag. Þessi úthreinsun er aðallega hreinsun frá endaþarmi. Með olíuinnhellingu á kvöldin og Klyx og Saltvatni á morgnana.  Stundum þarf líka að nota væg hægðalyf til inntöku með, eins og Sorbitól eða Míralax.

Þegar ristilinn er orðin hreinn byrjum við á þessari atferlismeðferð. Sem byggist á því að kenna barninu að sinna kallinu á réttan hátt og tengja klósetið við tæmingjarviðbragðið.   Þessir krakkar eru búin að læra það að þegar skilaboðin koma um að þeim sé mál, halda þau í sér í staðinn fyrir að sleppa og slaka á endaþarminum.  Við hjálpum þeim að snúa þessari þróun við.

En aðal atriðið er að fyrst þegar úthreinsuninn er yfirstaðin eru að koma barninu í skilning um það að þau eru með illa starfhæfan og allt of víðan ristil sem er að öðru leiti flottur vöðvi sem þarf að koma aftur í eðlilegt form og æfa á hverjum degi svo að hann verði starfhæfur aftur og nái eðlilegri stærð.

Aðalmeðferðin felst í því að búa til skilyrt viðbragð og vekja börnin til meðvitundar um tæmingarþörfina og “slaka-sleppa” viðbragðið. Kenna þeim að rembast og nota klósettið.

Kennum þeim aðferðir til að skapa þrýsting á kviðin.

En ristilinn skreppur ekki saman á einni viku. Tekur tíma og á meðan þarf barnið að nota stíla/hjálparlyf til að koma hægðunum niður og virkja þennan samdrátt í ristlinum aftur.

Tengjum klósett og tæmingarviðbrangðið saman. En þetta er forsendan fyrir því að fá ristilinn til að starfa rétt aftur.

Þess vegna leggjum við mikla áherslu á mikilvægi þess að barnið kúki í klósettið á hverjum degi, engin undantekning. Með þessu erum við að fyrirbyggja það að ristilinn stækki aftur og verði óstarfhæfur.

Hvernig fáum við barnið til að sinna þessu?

Þau þurfa að fara svokallaðan “hring” á hverjum degi. Sem þýðir það að þau fara á klósetið á hverjum degi á svipuðum tíma.  Finna besta tímann. Annað hvort fyrst eftir að þau vakna eða eftir heita máltíð. Alltaf að velja þann tíma dags sem minnsta áreitið er.

Hringnum er skipt niður í fjóra 15 mín hluta. Hver hluti byrjar á 12 mín rólegum leik eða hvíld, síðan seta á Wc í 3 mín þar sem þau rembast og reyna að kúka. En ef ekkert kemur eftir setu no 2 þurfa þau að fá stíl í endaþarminn sem skapar þennan samdrátt í ristlinum.  Heimahjúkrunarfræðingurinn fer vel í gegnum þetta ferli. Kennir foreldrunum á þennan hring og þau gera samning við barnið sitt þar sem barninu er umbunað ef vel gengur. Hægðirnar þurfa alltaf að vera ca ½ bolli á dag til að teljast nóg.  Barnið má ekki sturta niður þarf alltaf að sýna hvað kom, allt er skráð. Þau fá dagatal þar sem þau sjálf fylla út með broskollum eða límmiðum.  Þetta getur tekið frá þremur mánuðum upp í hálft ár.

Það verður mikill léttir hjá þessum börnum eftir að þau hafa lært að slaka á og sleppa og lært að kúka í klósettið.  Þessi léttir hvetur þau áfram og ánægja barns og foreldra verður umtalsverð.  Börnunum fer líka fljótt að líða betur í alla staði. Einbeiting batnar, þeim líður betur við nám og leik, fá meiri matarlist og óttinn við að það komi eitthvað í buxurnar verður stöðugt minni, álagið heima minnkar og allir eru ánægðari þegar lausnin er fundin á þessum vanda.

Við fræðum einnig foreldrana um betra mataræði.  Síðan kemur hjúkrunarfræðingurinn einu sinni í viku í heimsókn fyrsta mánuðinn og fylgist með árangrinum, er síðan i símasambandi eftir það. Ef allt er gert rétt verður barnið fljótt að komast að raun um að það getur hjálpað sér sjálft. Vandamálið er því leyst.

Björk Gísladottir, hjúkrunarfræðingur