Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Leiðarljós í dag ásamt forsetafrú Elizu Reid.  Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér starfssemi Leiðarljóss sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur langveikra barna. Bára Sigurjónsdóttir forstöðumaður Leiðarljóss  fór yfir sögu Leiðarljóss og hvernig starfsemin styður við fjölskyldur sem eiga börn sem berjast viðlangvinna og sjaldgæfa sjúkdóma. Forsetahjónin hittu tvær fjölskyldur og veikbörn sem kynntu veikindasögu sína og fóru yfir hvernig Leiðarljós styður við þau í þeirri erfiðu baráttu sem þau glíma við á hverjum degi, svo sem aðstoð við kerfið, umönnun barns og andlegan stuðning fyrir alla fjölskyldumeðlimi.Forsetahjónin sýndu starfsemi Leiðarljóss mikinn áhuga og munu vilja fylgjast með starfseminni í framtíðinni.